Ekki lækka... haldið áfram að refsa fólki fyrir dugnað... Hvar er röksemdin í því?

Eins og ég skil eru ekki allir sammála því að það sé rétt að lækka toppskattinn, þ.e.a.s. hátekjuskattinn eins og hann heitir á íslenskri tungu en ekki ,,topskat" eins og á dönsku. Sem sagt þið eruð þá á þeirri skoðun að Danir eigi að halda áfram að refsa fólki fyrir að vilja vinna yfirvinnu og stuðla að vexti þjóðfélagsins? 

Þótt svo að Danir séu að tala um að fella niður hátekjuskattinn þá eru þeir ekkert að fara að létta neitt fyrir hvað varðar t.d. eignarhald. Þar sem t.d. eignaskatturinn á eiginhúsnæði verður ekki hreyft, þessum skatti var einmitt aflétt á Íslandi fyrir nokkrum árum.

Málið er að hátekjuskatturinn í DK er bæði með lægri mörk og hærri % ef við lítum t.d. á þann íslenska. (DK mörkin eru um ca. 315 þús ísk heildarlaun á mánuði miða við meðalgengi og er 15% á meðan á Íslandi eru mörkin 350 þús ísk á mánuði og er aðeins 4%).

Þetta er ekki afléttun fyrir ríka fólkið, heldur er þetta refsing fyrir þá sem vilja vera duglegir og vilja vinna yfirvinnu, þar sem þeir eru skattaðir með 67%  á hverja krónu sem þeir þéna yfir mörkin. Ekki beint hvattningarvert að vera duglegur í DK. Það skiptir voða litlu fyrir ríka fólkið með þennan skatt því það hefur oft t.d. færi á að skrifa bara fríðindi á fyrirtækin í staðinn. Það kemur nefnilega bara út á eitt hjá þeim, þ.e.a.s. hvort það sjálft hafi keypti t.d. dýra bílinn eða hann sé ,,fríðindi", sem er reyndar hagkvæmara, og þar af leiðandi ekki persónan sjálf sem þarf að borga hátekjuskatt af launum sínum til að þéna fyrir honum og borga svo skatta af bílnum heldur fer þetta inn í fyrirtækjareikninginn sem síðan jafnar skattinn út annarstaðar. Svo... hvað eru þeir ríku að græða með fellingunni á skattnum? Þið sem eruð á móti þessum afléttingum á hátekjuskattinum.

Eins og margir nefna oft þá ætti frekar að halda þessum hátekjuskatti en gera eitthvað fyrir hina sem eru tekjuminni. Málið er að eins og kerfið er í dag, letjandi fyrir yfirvinnu, þá gefst ekki mikið svigrúm fyrir t.d. að gera betur fyrir alla með því að hækka eins og persónuafsláttinn. En það myndi frekar gefa öllum meira svigrúm á milli handanna og þar af leiðandi, í stærsta hlutfalli, þeim sem eru tekjuminni og með fellingu hátekjuskattsins yrði það meira hvetjandi fyrir hin almenna borgara að vinna meira en t.d. að halda sig við þessa 37 tíma vinnuviku eins og er í DK.

Einnig með lækkun á hátekjuskattinum ætti DK meiri möguleika að draga til sín ekki bara erlend menntað fólk, til að stuðla að meiri vexti á landframleiðsluna sína, heldur líka til að halda í sitt eigið menntaða fólk sem einmitt flýr landið eftir að hafa menntað sig í DK. Megin ástæðan fyrir því er að því finnst því refsað fyrir að hafa verið duglegt í skóla, þ.e.a.s. engin hvattning fyrir að standa sig áfram vel í starfi.
Þetta er einmitt eitt af því sem er mjög mikilvægt fyrir Dani að halda í því að ein helsta útflutningsvara  Dana er einmitt hugvitið sem er alltaf að verða meira og meira mikilvægara, sjáið t.d. hvað þessi litla þjóð með 5,6 milljónum íbúa er búin að ná langt með Danfoss, Vestas vindmyllurnar, Maersk, Bang & Olufsen, og aðra þætti sem snúa að hönnun. En einnig má geta þess að íslenska útrásin á fjármálamarkaðinum er einmitt byggð á hugviti íslenskra námsmanna sem er nú orðinn stærsti iðnaðurinn á Íslandi.

 


mbl.is Danskir skattar lækkaðir og kosið um evruna á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukurinn

Það sem er einkar magnaðast er, að á sama tíma og atvinnulífið öskrar á meira vinnuafl  þá er þeirri stefnu viðhaldið að letja fólk til yfirvinnu.

Haukurinn, 23.11.2007 kl. 10:17

2 Smámynd: Berglind

Haukurinn: Já það er rétt, er alveg sammála að þetta er mjög undarlegur kokteill...

Jón Arnar: Reyndar var ég ekki að fara ofan í bruttóskattinn en víst þú hefur áhuga á því þá jámm... sé að dæmið er nokkuð rétt sem þú nefnir hérna að ofan... reyndar samkvæmt sama útreikningi hjá Danska skattinum á sama dæmi eru þetta 36,6% (www.skm.dk/public/dokumenter/publikationer/Skatten-i-Danmark/2007/skatten_2007.pdf á síðu 16).

En þar sem þú nefnir einmitt þennan lið um frádrátt upp á 35.000 dkr er það vegna skuldar sem þú getur dregið þetta frá, þ.e.a.s. vaxtakostnaður osv. Þetta sama dæmi ef við sleppum einmitt að aðili með slíkan frádrátt og höfum þetta 0 þá er hann að borga i bruttóskatt 39,7% en ef við reiknum hátekjuskattinn bara í sömu % og meðalskatt % þá er brúttó skatturinn hjá honum 31,26%. En málið er að þetta er ekki mergurinn í málinu hjá mér...

Málið er að eins og þetta kerfi er núna þá er þetta letjandi kerfi fyrir yfirvinnu, ekki síst þegar vöntunin á fólki er svona mikil. Það er satt að fólk í sumum greinum atvinnulífsins verður meira örmagna á eldri árum enn annað en mér þætti gaman að sjá hvaðan þú hefur þessa fullyrðingu þína að veikindardögunum og hvernig sú rannsókn er sett upp. Því persónulega hef ég unnið í hóp við að rannsaka einmitt ,,gráa gullið" á atvinnumarkaðinum og voru niðurstöðurnar úr þeirri vinnu að það var ekki vegna niðurslits að mikið af eldra fólki hefur fleiri veikindadag. Það sem við komumst að var að það fannst það ýtt til hliðar, af því að það var ekki eins fljótt og meðfærilegt að aðlagast nýjunum og þar afleiðandi voru þetta meira sálrænveikindi heldur en líkamleg.

Það má svo dæma það hverjir eru kostir og gallar yfirvinnu, í sumum stéttum er það rétt t.d. eins og sjómannastéttinn heima á löggiltan rétt á því að fara fyrr á eftirlaun en aðrar stéttir.

En þetta ,,danska módel" er heldur ekki að virka, og þar sem þú ert búsettur hér í landi ættir þú að vita það líka. Það þýðir ekki að hafa letjandi kerfi á yfirvinnu og bjóða svo fólki að fara á eftirlaun við rétt rúmlegan miðjan lífsaldur, þ.e.a.s. um 60 eða 62 ára (fer eftir því hvenær þú ert fæddur hvort þú hefur rétt á að hætta fyrr eða ekki) þar sem lífskjör í dag hafa breyst mjög mikið og fólk því mun frískara og vinnuhæfar miklu lengur. En þar sem hvatninguna á vinnu vantar svo stórlega hérna þá hefur fólk ekki vilja til að vinna lengur og jámm... enda eru eftirlaunamál Dana ekki í góðum málum, þar sem sjóðirnir fara bráðum að verða uppurnir... ætti þá ekki bara að fara að bjóða fólki meiri hvata til að vinna meira án þess að vera refsað fyrir það með hærri skattprósentu?

En ég bið forláts varðandi ártalið, sé að þetta er rétt hjá þér, með að nefndin sem á að þróa þetta nýja skattamódel fyrir þingið á að skila niðurstöðum sínum í byrjun ársins 2009 (www.stm.dk/imagesUpload/dokument/samlet%20regeringsgrundlag.pdf)

Berglind, 23.11.2007 kl. 16:14

3 Smámynd: Haukurinn

Bara rétt smá athugasemd. Eftirlaunakerfið sem þú vísar til er afleifð þess að á tíunda áratug síðustu aldar (90'erne) stóð danskt atvinnulíf frammi fyrir stórfelldu atvinnuleysi. Kerfið var útbúið á þann veg að það var gert enn meira aðlaðandi fyrir 'gráa gullið' að víkja af atvinnumarkaðnum og gera því rýmra fyrir yngra starfsafli. Einnig má nefna að þetta kerfi leiddi til þægilegri atvinnuleysistalna fyrir stjórnvöld. :)

Hvað varðar danska módelið og þá staðhæfingu að það sé ekki að virka, þá spyr ég fyrir hvern? Danir hafa fengið lof fyrir sitt flexicurity vinnumálakerfi, þar sem m.a. ESB hefur notað danska dæmið sem fyrirmynd fyrir umbætur í atvinnumarkaðsstefnumótunum í evrópu. Ennfremur vanhagar dani ekki um hvatningu til vinnu, þar sem hér er um 80% atvinnuþátttaka.

Það er hinsvegar rétt að kerfið hérlendis er umframvinnuletjandi, sem sést best á því að Danir eru einnig ofarlega í sæti hvað varðar svarta vinnu. Hér held ég líka að þjóðarsálin sé að einhverju leyti að koma fram. Getur ekki bara einnig að einhverju leyti verið að danir kjósi burt umframvinnu?

Haukurinn, 25.11.2007 kl. 13:33

4 Smámynd: Berglind

Jón Arnar: Já það væri gaman að glugga í þessa könnun ef hún er aðgengileg einhversstaðar, annars þá svaraði ég með stuttri athugasemd á síðunni þinni það sem þú skrifaðir fyrir neðan dæmið.

Haukurinn: Já það var einmitt það sem ég var að reyna að benda á að eftirlaunakerfið er ,,barn síns tíma" hérna sem ekki er hægt að ætlast til að verði í óbreyttri mynd er fram líða stundir, þótt svo mörgum dönum finnist það nú heldur betur ósanngjarnt gagnvart eigin persónu. Sem sagt kerfið er ekki að virka til frambúðar hvað það varðar. En jú það er satt að ,,danska módelið" hefur verið fyrirmynd margra til að bæta sín módel. En slíkt módel hlýtur líka að eiga sér takmörk, þ.e.a.s. þetta var einmitt sett upp til að gera betur fyrir alla en nú þegar þetta er búið að ,,svínvirka" svona vel í mörg ár að nú er komið að því að kúrfan er að byrja að fara að dala niður á við... þ.e.a.s. það er farið að vanta meiri vinnukraft til að halda við allri þeirri framleiðni sem landið getur með góðu móti haft og þá er spurning, hvort er betra að horfa á stöðnun þjóðfélagsins eða reyna að kynda undir meiri vilja til að vinna meira? Það má segja að þetta sé orðið auðvita einn partur af menningu dana, þ.e.a.s. þjóðarsálinni, að þeir eru ekki meðfallnir yfirvinnu né að vinna um aldur fram þar sem þeim hefur verið kennd sú hegðun. Humm... já ef ekki á að reyna að örva yfirvinnugleðina hjá dönum með því að breyta sköttunum og þeim hræðslu áróðri sem fjölmiðlar tala alltaf um hátekjuskattinn, ekki á að breyta aldrinum á eftirlaunum og ekki fleiri innflytjendur inn þá getur landið ekki stuðlað að vexti, vegna skorts á vinnuafli. Hvað er þá til ráða?
Persónulega myndi ég telja einmitt með samsetningu á lækkun á hátekjuskattinum og hækkun á eftirlaunaaldri gæti hjálpað eitthvað til með atvinnuástandið...
og jú Haukurinn... auðvita er það flott að hafa 80% atvinnuþátttöku, en er þetta vegna þess að atvinnuþátttakan er afmarkaðri í DK enn annarstaðar eða eru sömu stuðlar notaðir til að reikna þessa % miða við aðrar... þ.e.a.s. t.d. miða við sama aldur og slíkt? 

Berglind, 28.11.2007 kl. 09:07

5 Smámynd: Haukurinn

Fyndið að skrifast svona á milli íbúða...;) en allavega.

Jú, lækkun á hátekjuskattinum er í raun eina ráðið til þess að gefa þeim sem vilja vinna meira hvatningu til þessa. Dönsk stjórnvöld hafa þess utan verið að draga til baka þessar lækkanir á eftirlaunaaldri einmitt til þess að auka þáttöku á vinnumarkaðnum. Þar ber t.d. að nefna ýmiskonar flexjob ordningar.

Hér er eftir því sem mér skildist átt við meðalatvinnuþáttöku kvenna og karla á virkum aldri (sem ég tel vera 16-74) til atvinnuþáttöku í samfélaginu.

Haukurinn, 28.11.2007 kl. 10:40

6 Smámynd: Berglind

Haukurinn: Já það má segja það að það sé nú nokkuð skondið að hafa skoðanna skipti svona á milli íbúða hérna í gegnum Íslandið... hihihi... en hrein snild á anna tímum í námi að nýta tæknina ;)

Ok, ég var bara einmitt að velta þessu með aldursdreyfinguna fyrir mér þar sem jú hvort danir reikna bara með atvinnuþátttöku á milli 16 til 60/62 ára aldurs á meðan aðrar þjóðir noti meiri aldursdrefingu þ.e.a.s.milli 16 og 74 ára eða svo... alla vegna ef svo er það auðvita ekki spurning um að DK hlýtur að líta mun betur út...

Alla vegna, gott mál! erum orðin sammála að skattalækkanir gætu aukið áhugan á yfirvinnu ;) hihihih....

Kveðja héðan frá miðblokkinni á stúdendagarðinum yfir í þinn enda garðsins;)

Berglind, 29.11.2007 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband