10.10.2007 | 09:01
Vinnudraumurinn minn með flugkortið í vasanum... vantar þig starfsmann ;)
Já þetta er líka draumurinn hjá mér...
Ég væri sko alveg til í að búa hérna í Áló og taka bara flug til Köben á morgnanna og heim svo aftur á kvöldin, þegar ég verð búin með skólann í sumar. Enda væri það frábærlausn fyrir heimilishaldið hjá mér þar sem hinn helmingurinn af mér líkar svo ljómandi í vinnunni sinni hér í grendinni en ég væri frekar til í að vinna í Köben.
Hvað varðar þetta þá er t.d. SAS með sniðugt kort sem maður getur notað, þ.e.a.s. þetta er svona kort með segulrönd og svo þegar maður tjékkar sig inn þá er bara að renna þessu í gegn, engar bókanir og slíkt þörf og þú getur notað það ótakmarkað í hálft ár (að mig minnir frekar en heilt ár). En það er líka smá verð á slíku korti... samt ekki svo fráleitt hugmynd þar sem allt er að verða vitlaust á atvinnumarkaðinum hjá m.a. viðskiptafræðingum að sum fyrirtæki eru farin að bjóða svokallaða ,,velkomst bonus" í boði fyrir að skrifa undir ráðningasamninga... spurning um að semja við eitthvað af fjárfestingar fyrirtækjunum í Köben sem vantar fólk að ráða mann í vinnu með flugfríðindum í staðinn fyrir velkomst bónusinn;)
Kveðja frá Álaborginni ;)
Fleiri Danir fljúga til vinnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2007 | 08:08
Mbl.is ,,fyrstur með fréttirnar" á eftir sjálfum sér...
Var bara að renna yfir Mbl.is og sjá þessa stuttu fyrir sögn ,,Rekinn" og þótt fréttin væri stutt minnti hún mig óneitanlega á aðra, lengri og ýtarlegri frétt, af sama máli sem ég las á mbl.is seinni partinn í gær, þ.e.a.s. Portúgalskur stjórnandi lögreglurannsóknar á hvarfi Madelene rekinn, spurning hvort hér sé bara verið að fylla upp í eyðurnar til að koma með ,,nýjar" fréttir á ákveðnum tímum eða er eitthvað samskiptavandamál starfsmanna hér í gangi?
Alla vegna finnst mér þetta hálf undarleg vinnubrögð...
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.10.2007 | 13:04
Móðurmálslög takk! Svo allir geti keypt í matinn...
Er það þá ekki bara spurning um að reyna að koma því inn í lög?
Og þar með fá verslunareigendur og aðra til að styrkja íslenskukennsluna fyrir útlendinga?
Persónulega finnst mér að það eigi að vera grunn réttindi að þjónusta eigi að vera á móðurmáli þess lands sem þjónustan er veitt í!!!
T.d. þá láta danir ekki útlendingarflæðið aftra sér í því að heimta að fólk tali dönsku í búðunum hér á landi.
Fyrir ykkur sem ekki eruð alveg sammála þessu áliti mínu hér um að skylda eigi þjónustuaðila til að tala móðurmál landsins sem þeir eru að vinna í þá get ég bent á sannasögu úr náfjölskyldunni minni þar sem þetta skapaði mikið óþægindi og jafnvel lækkað sjálfsmat hjá annars mjög sjálfbjarga einstaklingi í einu og öllu, en það er saga af henni ömmu minni þegar hún fór í Bónus.
Til að byrja með þá hefur hún nú aldrei verið sleip í erlendum málum, enda þegar hún hefur farið erlendis þá hefur hún alltaf séð fyrir því að hafa túlk innan handar. En það var fyrir nokkrum mánuðum sem hún fór í eina Bónusverslunina á höfuðborgarsvæðinu til að versla inn. Þegar amma ætlaði að fara að gera sig tilbúna til að greiða fyrir varninginn sagði stúlkan á kassanum eitthvað við hana sem hún skyldi engan veginn. Svo amma prófaði að spyrja hana hvað hún væri að meina á því tungumáli sem hún hefur nú alltaf getað bjargað sér á í heimalandi sínu. En afgreiðslustúlkan skyldi auðvita ekki þessa blessuðu gömlu konu... og svo talaði stelpan eitthvað miklu meira við hana en það skipti engum toga, amma greyið skyldi hana bara engan veginn... enginn í búðinni virtist til í að koma og þeim til aðstoðar, svo það endaði með því eftir nokkra stund að amma gamla, sem er rétt að skríða 85 ára aldursárið fór út úr búðinni án þess að hafa verslað neitt, sorgmædd á því að hafa ekki getað verslað sér björg í búið.
Þessi saga bendir á hina hliðina á tungumálavandanum. Ekki ætlast fólk, verslunareigendur og aðrir, virkilega til að gamla fólkið og aðrir sem ekki skilja erlenda tungu nógu vel fari að redda sér túlkum til þess að uppfylla grunnþarfir sínar eins og versla í matinn?
Upp með íslenskuna takk ;)
Neytendur eiga ekki lögvarinn rétt á að versla á íslensku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.9.2007 | 09:05
Er þetta íslenski hugsunarhátturinn...?
Ég var bara að velta þessum ummælum hans Sigurjóns fyrir mér? Er hann sem sagt að segja að þegar búið er að setja lög, og ef að manni líkar ekki lögin, þá á maður bara að brjóta þau og fara í fýlu í staðinn fyrir að vekja upp faglega umræðu um hlutina og benda á þá galla sem lögunum fylgja og mótmæla þeim þá?
Persónulega finnst mér ummæli hans af barnalegum toga, þar sem hann vonar að fangelsin séu nógu stór og í þeim dúr. Ég hefði nú búist við mun fagmannlegri svörum en þetta.
Ég sem er búsett í danaveldinu hef ekki verið vör við að tannlæknar auglýsi hérna eitthvað frekar enn heima, jú nema kannski þá inni á tannlæknastofunum sjálfum. Sumar þeirra kannski setja upp auglýsingu á vegginn hjá sér ef einhver tilboð er í gangi hjá tannlækninum, eins og hvítun á tönnum í næsta mánuði er með 20% afslætti eða slíkt.
Er þetta sem sagt hræðsla tannlæknaséttarinnar að missa viðskiptavini frá fleiri tannlæknum til færri? Ef svo er finnst mér þeir gleyma einu sem er mikilvægt, það er að ímynd þeirra skiptir sköpum og er það nú oftast tilfellið að þó svo að einhver tannlæknir sé í dýrari kantinum þá heldur fólk alveg að koma aftur þegar það veit hvað það er að fá hjá þeim tannlækni í staðinn fyrir að leita uppi einhvern tannlæknir sem það hefur annað hvort heyrt eitthvað slæmt um eða er sá ódýrasti í bænum. Því get ég ekki séð að verðlisti sé eitthvað sem þeir ættu að hræðast, frekar til að sýna sinn heiðarleika og að þeir virði lagasetningar.
En annars er það augljóst mál að tannlæknar eru bara að fylgja mörgum öðrum séttum í viðskiptum, þ.e.a.s. að nýta sér hina báborgnu verðvitund Íslendinga, sem ekki oft hugsa mikið út í hvað hlutirnir kosta fyrr en eftir á. Þessi slaka verðvitund er bara ein af menningarháttum Íslendinga þar sem fyrirtæki geta nýt sér það til muna með því að sýna ekki fram á heildarkostnað fyrr enn eftir á og oftast ekki sundurliða hann, það er að segja ef fyrirtæki þá sýna viðskiptavinum nokkurn tímann heildarkostnaðinn...
Kveðja frá danaveldinu, þar sem verðvitund neytandans er í mjög hávegum höfð og almenningur lætur sig ekki hafa það ef einhver fer ekki eftir lögum.
Afsakar ekki lögbrot tannlækna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2007 | 09:49
Var Grikkland ekki með í þessari úttekt?
Nei bara svona var að velta því fyrir mér miða við sögusögn bekkjarfélaga míns frá Grikklandi vegna þess að hann var orðinn leiður á metnaðarleysinu heima fyrir. Málið er að í Grikklandi hefur verið verkfall í opinberum háskólum, sem hefur varað í meira en ár. Ástæðan er að nemendur eru í verkfalli vegna þess að þeir eru ósáttir við að þurfa að lúta að reglum Evrópusambandsins um að hafa takmarkaðan fjölda endurtektarprófa og þar með að gefa upp á bátinn þau fríðindi að meiga vera endalaust í skóla og taka upptökupróf.
Enskir námsmenn þeir lötustu í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2007 | 12:34
Danska ímyndin af Færeyjum...
Føroya Banki opnar útibú í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2007 | 09:48
Fiskurinn hollari en lýsispillurnar
Það er bara eins gott að fara að taka sig saman og reyna aftur að borða fisk! En ég er ein af þeim sem hef átt mjög erfitt, frá því að ég var lítil, að borða þennan mat og útlendingar hafa haft það á orði við mig að það geti hreinlega ekki verið, ég komi jú frá Íslandi, fiskiveldinu mikla.
Svona til þess að vera ekki til algjörar skammar fyrir land og þjóð hef ég komið mér upp lag á að taka lýsispillur, enda víst allra meina bót og styrkir einbeitingu og annað, sem ekki er vanþörf á sérstaklega þegar maður er í námi. Enda ekki hægt að kvarta undan því að fá ekki íslenskt lýsi í danaveldinu, þar sem maður kaupir krukkuna af lýsispillum á 200 ísl.kr. í Nettó. En miða við þessar niðurstöður eru það meira en bara omega 3 fitusýrurnar sem hjálpa manni með líkamann, enda kannski ekki hentugasta lausnin að raða í sig lýsispillum sem gerðar eru úr gelatíni sem er framleitt úr nautaafurðum, sbr. frétt úr Dagblaðinu þann 10. maí sl.
Svo jámm... í tilefni dagsins þá verður reyktur fiskur, sérinnfluttur frá Íslandi, á matarborðinu hér í kvöld ;)
Karlar léttast hraðar ef þeir borða lax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2007 | 13:04
Ökuskírteinið úr Cocoapuffs kassanum eða Playstation tölvunni? - Svarti kassinn kannski lausnin
Já þetta er alveg ótrúleg frétt og vart trúandi. Ég hefði sko helgið heldur betur af þessu hefði þetta hefið verið skrifað þann 1. apríl. Slík er vitleysan í þessu, en að þetta hafi virkilega átt sér stað, fær mann til að fá tár í augun og verða bál reið út í tillitsleysi ökumanna. Þessir aðilar sem voguðu sér að taka fram úr ekki bara sjúkrabíl, með blá blikkandi ljós, í forgangsakstri heldur líka á yfir 130 km á klukkustund, hafa sýnt slíka fávisku með glæfralegu aksturslagi að maður hreinlega spyr sjálfan sig hvar fékk þetta fólk ökuskírteinið sitt? Eina svarið sem kemur mér í huga er að þeir hljóti að hafa fundið það í morgunkorns pakkanum sínum eða playstation tölvunni sinn, slík er þessi vitleysa. Það er alla vegna deginum ljósara að fólk sem er tilbúið að leggja líf sitt sem og annara í svona hættu á það hreint og beint skilið að fá sviptingu ökuleyfisins síns.
En hvað er hægt að gera til að sporna við svona hraðakstri? Er ekki kominn bara tími á að skoða hvort að lögreglan geti ekki farið að krefjast ökurita í einkabíla líkt og í atvinnubílum. Hér í Danmörku er á sumum svæðum verið að prófa svokallaðan ,,svartakassa" sem er settur í bíla ungmenna gegn afsláttar hjá tryggingarfélögunum, enda ennþá valfrjálst dæmi vegna reynslukeyrslu á þessu kerfi. Þessi svarti kassi er svipaður og gps-tæki sem lætur þig vita ef þú ert kominn eitthvað ákveðið yfir hraðakstursmörkin á svæðinu sem þú ert á. Og ef ég mann það rétt þá í 3. skiptið sem þú brýtur af þér þá skráist það annað hvort á ökuritann eða beint til tryggingarfélaganna. Er bara ekki spurning um að fá þessa nýju tækni til Íslands og láta kerfið jafnvel bara skrá það beint til lögreglu ef fólk brýtur af sér, með einhverjum neyðarúrræðis undartekningarreglum? Og þá alla aldursflokka, ekki bara hjá ungmennum. Einfaldlega vegna þess að þessir ökuníðingar eru ekki bara krakkar undir 25 ára aldri.
Annars þá kemur mér það ekkert á óvart, samkvæmt þessari frétt hérna, að fólki finnst vörubílar bara vera fyrir á vegunum, enda reyna þeir að halda sig á 90 km hraðanum til að hægja ekki á umferðinni. En eru greinilega algjörir sniglar miða við þetta atvik hérna.
Eitt hérna að lokum þá er það mín tilgáta að þetta athæfi þessara ökuníðinga geti átt rætur sín að rekja til óþolimæði og skipulagsleysi landans. Ha, hvernig og hvers vegna? Eru sennilega einhverjir að spyrja sig. Málið er fólk óskar þess að allt taki sem minnstan tíma, og miða við tímasetninguna á slysinu þá má spyrja sig hvort þessir ökumenn hafi ætlað sér að ná inn á Akureyri á burn out sýninguna sem hófst þarna mjög síðla kvölds. En vegna tafa á slysstað hafa þeir þurft að gefa verulega í, enda fólk ekki reiknað með einhverji töf á leiðinni, þar sem vaninn er frekar að fólk skipuleggur oftast of stuttum tíma til að ná á áfangastaði á réttum tíma. Það er alla vegna mín skoðun á málinu.
Tóku fram úr sjúkrabíl í forgangsakstri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 17.6.2007 kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2007 | 07:09
Leiðinlegt, en samt ekkert sem kemur á óvart...
Já það er alltaf leiðinlegt þegar óprúttnir aðilar svífast einskins og taka eigur annar.
En miða við þessa frétt hérna á mbl.is þá velti ég því fyrir mér hvort eigandinn sé ekki meðvitaður um að slíkir aðilar eru á fullu allstaðar í landinu. Sumir þeirra eiga eða leigja sér vörubíla, þar sem mesta sportið núna er að fara og taka ruslagámana hjá iðnfyrirtækjum, það er víst þar sem mestur peningurinn liggur.
Já, þetta hljómar kannski ótrúlega en það var í sjónvapinu um daginn, minnir mig í Station 2 á TV 2, þáttur um að þjófar væru á ferð að næturlagi og kipptu með sér allt upp í heilu gámunum með brotajárni. Og það væri greinilegt á vinnubrögðum þeirra að þetta væru ekki einhverjir smá glæpamenn, heldur geinilega menn sem kunna til verka og vita upp á hár hvað er þess virði að taka og hvað ekki.
(Fyrir þá sem langar að vita hvað þeir gera við þetta, þá selja þeir þetta aftur til bæði fyrirtækja hér í DK, sem vita oftast um að varningurinn er stolinn, eða til Þýskalands, þar sem þjóðverjar spyrja bara hvaðan hlutirnir koma og þá er sagt að þetta komi frá DK og engar frekari útskýringar gefnar.)
Það kemur mér því ekkert á óvart að einn heitur pottur hafi horfið, þrátt fyrir að vera fullur af vatni, á örstuttum tíma. Enda miða við sýningu úr öryggismyndavélum, í þessum þætti, voru þetta oft bílar með krana og því eitt kar með vatni ekki mikið erfiði fyrir þessa óprúttnu aðilia.
En vonandi verður þessi leiðinlega reynsla, hjá þessum íslenska eiganda hérna, víti til varnaðar fyrir aðra um að það sé full ástæða fyrir því að byrgja sig sem best með að bolta allt niður og tryggja allt saman.
Stórmerkilegt, enda var hann fullur af vatni" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2007 | 14:26
Frábært!
Já þetta er engin kaldhæðni... sjáið færsluna hér að neðan.
Trukkar eru nauðsynlegir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)