Umsjónamönnum þáttarins fannst þetta líka of langt gengið...

Já ég man þegar ég las um þetta fyrst og hryllti við þessari tilhugsun um hvernig sjónvarps -áhorfendur ættu að taka þátt í þessu með því að senda inn sms...

Dönsk fréttakona, frá danska ríkisútvarpinu, var í Hollandi og fylgdist með þættinum. Hún kom í beinni í seinni fréttatíma DR í kvöld og lýsti því sem fyrir augu hennar bar og talaði um spennuþrungið andrúmsloft sem myndi eflaust enda með rosalegri tilfinningaringulreið...

Þegar kom að úrslitunum um hver ætti að fá að ,,lifa", þ.e.a.s. hver yrði svo heppinn að vinna nýrað kom sannleikurinn í ljós... En þá sagði þáttarstjórnandinn að umsjónarmennirnir að þættinum hefðu engar áætlanir um að gefa nýra í þættinum, það væri einum of... meiri segja fyrir þá.

"Vi har ikke planer om her at give en nyre væk. Det ville være at gå for vidt, selv for os," sagde showets vært Patrick Lodiers, da præmienyren skulle uddeles. http://nyhederne.tv2.dk/article.php/id-7137752.html?forside

Þannig að það má með sanni segja að hollendingar hafi náð áætlunum sínum, þ.e.a.s. að ná umheiminum til að tala um vöntun á líffaragjöfum til að bjarga öðrum... Þótt svo að deila má um aðferðir þeirra til að ná athygli fólks um málið...


mbl.is Hollenskir læknar fordæma raunveruleikaþátt um nýrnagjafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband