Tárin farin smá að byrja að sýna sig...

Ég get tekið undir þetta allt saman hérna í þessari grein. Þetta er alls ekkert grín að hafa þennan kvilla og er ég ein af þessum aðilum sem á við þetta vandamál að etja Frown.

Það virðist ekki skipta máli hversu vel ég er undirbúin fyrir prófin, alltaf þarf ég að fá þessi kvíðaköst í upplestri fyrir þau sem og versta er ástandið þegar prófin sjálf eru í gangi. Ringulreið ríkir hjá mér og alltaf fyrsta hálftímann til fyrsta klukkutímann tekur það mig til að ná andardrættinum aftur rétt og ná stjórn á huganum, að þetta sé ekkert mál. Enda engan veginn vaninn hjá mér að hafa frumlesið námsefnið rétt fyrir próf, eins og sumir gera með svokölluðum ,,páfagaukalærdómi" og þar afleiðandi stressast sumir þeirra upp í prófum. Þetta stafar engann veginn útaf því að ég geti ekki svarað efninu, heldur er það pressan um tímamörkin til að átta sig á hvað sé verið að biðja um, sem setur allt í skorður hjá mér. Ég er nefnilega alltaf hrædd um að misskilja fyrirmælin á prófinu. Enda hjálpar það mér engan veginn að vera bæði greind með væga lesblindu og hafa þennan kvilla. En ég fæ aðeins lengri tíma í prófum vegna lesblindunar, sem hjálpar mér ótrúlega mikið. Því annars væri ég ekki að ná þeim árangri sem ég hef verið að ná í skóla. En það sérst líka á einkunnum mínum að þar sem ég hef fengið ágætan tíma til að setjast niður í róg og næði til úrlausnar á verkefnum hafa einkunninar staðfest að hér sé um annað að ræða en hreina ,,heimsku" hjá mér varðandi úrlausnir á prófum.

Hvað varðar svona prófkvíðanámskeið þá hef ég sótt nokkur slík námskeið, en því miður hjálpa þau manni bara upp að vissu marki.

Þetta gerir það að verkum að ég er farin að hafa stórar áhyggjur af prófunum sem ég á að þreyta í háskólanum eftir 3 vikur. En formið sem er á þessari önn hjá mér núna er ekki það form sem ég hef verið vön að hafa s.l. 7 ár í skóla. Þ.e.a.s. nú verða 3 próf á 4 dögum, en fyrir mér er það stór ávísun á bæði andlegan og líkamlegan kvíða og vanlíðan, enda hef ég vanist því formi á s.l. árum að hafa minnsta kosti viku á milli prófa, bara svo að maður nái heilsu á milli átaka. Þess vegna eru tárin farin smá að byrja að sýna sig fyrir törnina sem verður í byrjun maí.

Humm... jæja eins gott að halda áfram að læra enda ekki nema 19 dagar í próftörnina.


mbl.is Þjáð af prófkvíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl og blessuð

Það eru til ýmsar leiðir til að minnka prófkvíða en ein þeirra er einföld og fljótvirk leið sem kallast EFT eða emotional freedom technique á íslensku stundum nefnd orkusviðsmeðferð. Hana er hægt að fá hjálp við að nota og læra hana af meðferðaraðila til að nota heima og í skóla eða hvar sem er.

þú getur kíkt inn á www.emofree.com eða www.puls.is og klikkað þar á heilsustofu linkinn.

gangi þér vel

Lilja Petra

hbs jafnari og græðari

Lilja Petra (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 10:57

2 Smámynd: Berglind

Takk kærlega fyrir þetta Lilja Petra,
ætla að prófa að kíkja á þetta og athuga hvort þetta er eitthvað nýtt, sem ég hef ekki prófað áður, og geti hjálpað mér ;)

Bestu kveðjur,
Berglind.

Berglind, 17.4.2008 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband