Móðurmálslög takk! Svo allir geti keypt í matinn...

Er það þá ekki bara spurning um að reyna að koma því inn í lög?

Og þar með fá verslunareigendur og aðra til að styrkja íslenskukennsluna fyrir útlendinga?

Persónulega finnst mér að það eigi að vera grunn réttindi að þjónusta eigi að vera á móðurmáli þess lands sem þjónustan er veitt í!!!
T.d. þá láta danir ekki útlendingarflæðið aftra sér í því að heimta að fólk tali dönsku í búðunum hér á landi.

Fyrir ykkur sem ekki eruð alveg sammála þessu áliti mínu hér um að skylda eigi þjónustuaðila til að tala móðurmál landsins sem þeir eru að vinna í þá get ég bent á sannasögu úr náfjölskyldunni minni þar sem þetta skapaði mikið óþægindi og jafnvel lækkað sjálfsmat hjá annars mjög sjálfbjarga einstaklingi í einu og öllu, en það er saga af henni ömmu minni þegar hún fór í Bónus.

Til að byrja með þá hefur hún nú aldrei verið sleip í erlendum málum, enda þegar hún hefur farið erlendis þá hefur hún alltaf séð fyrir því að hafa túlk innan handar. En það var fyrir nokkrum mánuðum sem hún fór í eina Bónusverslunina á höfuðborgarsvæðinu til að versla inn. Þegar amma ætlaði að fara að gera sig tilbúna til að greiða fyrir varninginn sagði stúlkan á kassanum eitthvað við hana sem hún skyldi engan veginn. Svo amma prófaði að spyrja hana hvað hún væri að meina á því tungumáli sem hún hefur nú alltaf getað bjargað sér á í heimalandi sínu. En afgreiðslustúlkan skyldi auðvita ekki þessa blessuðu gömlu konu... og svo talaði stelpan eitthvað miklu meira við hana en það skipti engum toga, amma greyið skyldi hana bara engan veginn... enginn í búðinni virtist til í að koma og þeim til aðstoðar, svo það endaði með því eftir nokkra stund að amma gamla, sem er rétt að skríða 85 ára aldursárið fór út úr búðinni án þess að hafa verslað neitt, sorgmædd á því að hafa ekki getað verslað sér björg í búið.

Þessi saga bendir á hina hliðina á tungumálavandanum. Ekki ætlast fólk, verslunareigendur og aðrir, virkilega til að gamla fólkið og aðrir sem ekki skilja erlenda tungu nógu vel fari að redda sér túlkum til þess að uppfylla grunnþarfir sínar eins og versla í matinn? 

Upp með íslenskuna takk ;)


mbl.is Neytendur eiga ekki lögvarinn rétt á að versla á íslensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahaha, fyrr má nú vera ef konugreyið gat ekki reddað sér með bendingum og fingramáli. Ef hún hefur sett vörurnar á færibandið, þá hefur hún verið afgreidd, sama hvers lenskur starfsmaðurinn var.

Hins vegar finnst mér líklegra að hún hafi strunsað út vegna fordóma, eins og svo margt eldra fólk þjáist af.

Elís (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 13:58

2 Smámynd: Berglind

Í þessu tilfelli þá var hún búin að setja alla sína 7 hluti upp á bandið en fékk samt ekki að borga og fara út því stúlkan var að spyrja hana að einhverju... en nei, ég veit að það eru margir sem hafa það álit að margt eldra fólk sé með fordóma en svo er ekki hægt að vitna um hjá ömmu gömlu. Hún hefur ætíð reynt að bjarga sér með fingrabendingum til að reyna að gera sig skiljanlega, hvort sem það er túlkur eða ekki á svæðinu. 

Þessi blessaða gamal kona sem hér umræðir er alls ekki óvön fólki sem talar ekki mikla íslensku, þar sem hluti af tengdabörnum og barnabörnum hennar tala hafa t.d. ensku, norsku og jafnvel spænsku að móðurmáli og því frekar alþjóðatengd sú gamla.

 Hún hefur ekkert á móti útlendingum og finnst það frábært þegar hún getur talað við útlending, þótt svo að þeir tali bjagaða íslensku. Hún er líka alltaf svo stolt af sjálfri sér þegar henni hefur tekist að skilja þessa útlendinga.

Berglind, 1.10.2007 kl. 15:00

3 identicon

Móðurmálslög takk!

Þú vilt kannske að við hverfum til baka um sextíu ár til þess tíma þegar menn voru dæmdir til fangelsisvistar vegna brota á réttritunarlögum (sbr. Laxness)? Þetta þykir Svíum alveg sprengfyndið og sjá fyrir sér menn sitja í fangelsi meðal morðingja og bankaræningja og svara aðspurðir um glæp sinn: " Ég skrifaði einfalt "i" þar sem átti að skrifa yfsilon"?!

Ekki hefur mér nú virst allir kaupmenn kringum Hovedbanegården vera svo ýkja sleipir í dönskunni.

Síðan en ekki síst, hvernig vilt þú leysa þetta mál? Á að skipa kaupmönnum að loka búðum sínum ef ekki er hægt að fá starfsfólk sem talar brilljant íslensku?

Jón Bragi (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 11:56

4 Smámynd: Berglind

Humm... já ,,brilljant" íslensku væri nú ekki verra, en ég skil vel hvernig málin standa varðandi að vanta fólk.

Málið er að það þarf að koma upp kerfi þar sem það er bæði viðskiptavinum og kaupmönnum og örðum til góða. T.d. með kerfisbundinni kennslu fyrir byrjendur í íslensku áður en það byrjar að vinna eða x mörgum vikum eftir að það flytur til landsins. 

Fólk lærir best tungumál með því að nota það og með hjálp á vinnustað til að læra að nota málfarsreglur sem það lærir af bókum er ekki svo óframkvæmanlegt átak til að viðhalda íslenskunni.

Hvað varðar athugasemd þína um kaupmenn á Hovedbanegården, þá hef ég ekki lent í neinum þeirra sem ekki talar fína dönsku, kannski bara heppni hjá mér eða óheppni hjá þér. En annað mál sem danir eiga í vanda með og það eru málýskurnar, svo ef þú kemur og talar dönsku t.d. með jóskum hreim þá getur útlendingur sem er búinn að vera að læra dönsku með sjálenskumhreim kannski hljómað furðulega fyrir þér. Það er nú ekki alltaf sem innfæddir danir skilja hvorn annan ef mállýskan er gerólík því sem þeir kunna. 
Sem betur fer er þessi mismunur ekki svona sterkur heima, eins og t.d. á milli reykvísku og vestfisku. 

Berglind, 10.10.2007 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband