27.9.2007 | 09:05
Er þetta íslenski hugsunarhátturinn...?
Ég var bara að velta þessum ummælum hans Sigurjóns fyrir mér? Er hann sem sagt að segja að þegar búið er að setja lög, og ef að manni líkar ekki lögin, þá á maður bara að brjóta þau og fara í fýlu í staðinn fyrir að vekja upp faglega umræðu um hlutina og benda á þá galla sem lögunum fylgja og mótmæla þeim þá?
Persónulega finnst mér ummæli hans af barnalegum toga, þar sem hann vonar að fangelsin séu nógu stór og í þeim dúr. Ég hefði nú búist við mun fagmannlegri svörum en þetta.
Ég sem er búsett í danaveldinu hef ekki verið vör við að tannlæknar auglýsi hérna eitthvað frekar enn heima, jú nema kannski þá inni á tannlæknastofunum sjálfum. Sumar þeirra kannski setja upp auglýsingu á vegginn hjá sér ef einhver tilboð er í gangi hjá tannlækninum, eins og hvítun á tönnum í næsta mánuði er með 20% afslætti eða slíkt.
Er þetta sem sagt hræðsla tannlæknaséttarinnar að missa viðskiptavini frá fleiri tannlæknum til færri? Ef svo er finnst mér þeir gleyma einu sem er mikilvægt, það er að ímynd þeirra skiptir sköpum og er það nú oftast tilfellið að þó svo að einhver tannlæknir sé í dýrari kantinum þá heldur fólk alveg að koma aftur þegar það veit hvað það er að fá hjá þeim tannlækni í staðinn fyrir að leita uppi einhvern tannlæknir sem það hefur annað hvort heyrt eitthvað slæmt um eða er sá ódýrasti í bænum. Því get ég ekki séð að verðlisti sé eitthvað sem þeir ættu að hræðast, frekar til að sýna sinn heiðarleika og að þeir virði lagasetningar.
En annars er það augljóst mál að tannlæknar eru bara að fylgja mörgum öðrum séttum í viðskiptum, þ.e.a.s. að nýta sér hina báborgnu verðvitund Íslendinga, sem ekki oft hugsa mikið út í hvað hlutirnir kosta fyrr en eftir á. Þessi slaka verðvitund er bara ein af menningarháttum Íslendinga þar sem fyrirtæki geta nýt sér það til muna með því að sýna ekki fram á heildarkostnað fyrr enn eftir á og oftast ekki sundurliða hann, það er að segja ef fyrirtæki þá sýna viðskiptavinum nokkurn tímann heildarkostnaðinn...
Kveðja frá danaveldinu, þar sem verðvitund neytandans er í mjög hávegum höfð og almenningur lætur sig ekki hafa það ef einhver fer ekki eftir lögum.
Afsakar ekki lögbrot tannlækna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.