16.6.2007 | 13:04
Ökuskírteinið úr Cocoapuffs kassanum eða Playstation tölvunni? - Svarti kassinn kannski lausnin
Já þetta er alveg ótrúleg frétt og vart trúandi. Ég hefði sko helgið heldur betur af þessu hefði þetta hefið verið skrifað þann 1. apríl. Slík er vitleysan í þessu, en að þetta hafi virkilega átt sér stað, fær mann til að fá tár í augun og verða bál reið út í tillitsleysi ökumanna. Þessir aðilar sem voguðu sér að taka fram úr ekki bara sjúkrabíl, með blá blikkandi ljós, í forgangsakstri heldur líka á yfir 130 km á klukkustund, hafa sýnt slíka fávisku með glæfralegu aksturslagi að maður hreinlega spyr sjálfan sig hvar fékk þetta fólk ökuskírteinið sitt? Eina svarið sem kemur mér í huga er að þeir hljóti að hafa fundið það í morgunkorns pakkanum sínum eða playstation tölvunni sinn, slík er þessi vitleysa. Það er alla vegna deginum ljósara að fólk sem er tilbúið að leggja líf sitt sem og annara í svona hættu á það hreint og beint skilið að fá sviptingu ökuleyfisins síns.
En hvað er hægt að gera til að sporna við svona hraðakstri? Er ekki kominn bara tími á að skoða hvort að lögreglan geti ekki farið að krefjast ökurita í einkabíla líkt og í atvinnubílum. Hér í Danmörku er á sumum svæðum verið að prófa svokallaðan ,,svartakassa" sem er settur í bíla ungmenna gegn afsláttar hjá tryggingarfélögunum, enda ennþá valfrjálst dæmi vegna reynslukeyrslu á þessu kerfi. Þessi svarti kassi er svipaður og gps-tæki sem lætur þig vita ef þú ert kominn eitthvað ákveðið yfir hraðakstursmörkin á svæðinu sem þú ert á. Og ef ég mann það rétt þá í 3. skiptið sem þú brýtur af þér þá skráist það annað hvort á ökuritann eða beint til tryggingarfélaganna. Er bara ekki spurning um að fá þessa nýju tækni til Íslands og láta kerfið jafnvel bara skrá það beint til lögreglu ef fólk brýtur af sér, með einhverjum neyðarúrræðis undartekningarreglum? Og þá alla aldursflokka, ekki bara hjá ungmennum. Einfaldlega vegna þess að þessir ökuníðingar eru ekki bara krakkar undir 25 ára aldri.
Annars þá kemur mér það ekkert á óvart, samkvæmt þessari frétt hérna, að fólki finnst vörubílar bara vera fyrir á vegunum, enda reyna þeir að halda sig á 90 km hraðanum til að hægja ekki á umferðinni. En eru greinilega algjörir sniglar miða við þetta atvik hérna.
Eitt hérna að lokum þá er það mín tilgáta að þetta athæfi þessara ökuníðinga geti átt rætur sín að rekja til óþolimæði og skipulagsleysi landans. Ha, hvernig og hvers vegna? Eru sennilega einhverjir að spyrja sig. Málið er fólk óskar þess að allt taki sem minnstan tíma, og miða við tímasetninguna á slysinu þá má spyrja sig hvort þessir ökumenn hafi ætlað sér að ná inn á Akureyri á burn out sýninguna sem hófst þarna mjög síðla kvölds. En vegna tafa á slysstað hafa þeir þurft að gefa verulega í, enda fólk ekki reiknað með einhverji töf á leiðinni, þar sem vaninn er frekar að fólk skipuleggur oftast of stuttum tíma til að ná á áfangastaði á réttum tíma. Það er alla vegna mín skoðun á málinu.
Tóku fram úr sjúkrabíl í forgangsakstri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það má samt taka fram að þessi sjúkrabíll var ekki á nema rétt rúmlega 90. Fréttaflutningurinn er hreinlega rangur. Svo má deila um hvort að það sé löggild afsökun eða ekki að hraðinn hafi ekki verið meiri.
Halldór Þórarinnsson (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.