17.6.2007 | 09:48
Fiskurinn hollari en lýsispillurnar
Það er bara eins gott að fara að taka sig saman og reyna aftur að borða fisk! En ég er ein af þeim sem hef átt mjög erfitt, frá því að ég var lítil, að borða þennan mat og útlendingar hafa haft það á orði við mig að það geti hreinlega ekki verið, ég komi jú frá Íslandi, fiskiveldinu mikla.
Svona til þess að vera ekki til algjörar skammar fyrir land og þjóð hef ég komið mér upp lag á að taka lýsispillur, enda víst allra meina bót og styrkir einbeitingu og annað, sem ekki er vanþörf á sérstaklega þegar maður er í námi. Enda ekki hægt að kvarta undan því að fá ekki íslenskt lýsi í danaveldinu, þar sem maður kaupir krukkuna af lýsispillum á 200 ísl.kr. í Nettó. En miða við þessar niðurstöður eru það meira en bara omega 3 fitusýrurnar sem hjálpa manni með líkamann, enda kannski ekki hentugasta lausnin að raða í sig lýsispillum sem gerðar eru úr gelatíni sem er framleitt úr nautaafurðum, sbr. frétt úr Dagblaðinu þann 10. maí sl.
Svo jámm... í tilefni dagsins þá verður reyktur fiskur, sérinnfluttur frá Íslandi, á matarborðinu hér í kvöld ;)
![]() |
Karlar léttast hraðar ef þeir borða lax |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)