Þýska HM-hugmyndinafræðin af ,,karlapössun" nú á Íslandi...

Hugmyndin af þessari þjónustu/óþjónustu má eflaust rekja til Þýskalands. En ég man einmitt eftir því að það var verslunarmiðstöð í Þýskalandi sem kom slíkir ,,pössun" af stað þegar HM í fótbolta var þar í landi. Þar gátu konur komið með karlana sína og borgað 10 evrur fyrir þá. Innifalið í þessu ,,pössunargjaldi" voru 2 bjórar fyrir þá til að svolgra niður með boltanum.
En ekki man ég eftir að hafa lesið neitt um þetta eftir á, þ.e.a.s. hvernig þetta hafi tekist til með uppátækið og hvort þetta sé enn við liði þar í landi.
Gæti verið að einhver frá Hagkaupum hafi verið þarna úti í verslunarleiðangri og rekið augun í þessa þjónustu eða bara heyrt af henni og ákveðið að prófa hana að hluta, þá án bjórsins, á Íslandi?

Alla vegna þá er ég alveg sammála öðrum hérna með að þetta er frekar undarleg og gamaldags kynjaskipting, hvort sem hugmyndin er annastaðar frá eða ekki. Er þetta kannski bara nýtt hjá Hagkaupum til að fá nafn sitt nefnt á Alþingi? Ætli næsta fyrirspurn ákveðna kvenna þar verði ekki um lagasetningu á að pössun skal vera kynjalaus? Nei ég bara spyr...  


mbl.is Pabbar í pössun í Hagkaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband