17.4.2008 | 19:46
Hreint og beint æðislegt! ...og stráksi ánægður með lögguna ;)
Takk kæri Guð og Lögreglan á Norður Sjálandi sem og aðrir sem komu að málinu, svo að drengurinn fannst!
Þetta er ekkert nema hreinar og beinar æðislegar fréttir fyrir alla sem hafa verið í þessu, tengdir þessu og einnig þá sem hafa bara verið að fylgjast með þessu hræðilega máli. Töluðu fréttamenn um það að það væri ekki bara þungu fargi létt af fjölskyldunni heldur voru fagnaðar óp hjá lögreglunni, enda þetta mál búið að vera þungur baggi fyrir alla aðila.
Það en það allra nýjasta í málinu á þessari stundu er að Oliver er búinn að hitta fjölskylduna sína við mikinn fögnuð. En lögreglan sá til þess að almenningur viti ekki hvar fjölskyldusamkoman er, enda mjög mikilvægt að þau fái sem best róg og næði í burtu frá fjölmiðlum og slíku. En hann mun hafa verið í allskonar rannsóknir til þess að lögreglan geti verið fullviss um að hann sé alveg heill á húfi og ekkert hafi komið fyrir hann eða verið gert honum.
Nú í tíu fréttunum hjá TV2 News (sem sagt klukkan átta heima á Ísl.) var viðtal við afa stráksins og sagði hann frá samtalinu sínu við Oliver, sem þá beið á lögreglustöðinni. Strákurinn sagði: ,,afi! löggan gaf mér kók (kola)" og svarði afinn þá hversu heppinn hann væri Svo stráksi var sko ánægður með lögguna
En það var alveg æðislegt og frábært að sjá þetta stutta viðtal við afann, því ef fólk getur brosað allan hringinn þá var afinn að brosa þrjá hringi Hann var auðvita ótrúlega glaður og hlakkaði svo mikið til að fá að hitta og faðma afabarnið sitt eftir rúman klukkutíma. Hann þakkaði öllum málsaðilum fyrir frábær störf og var undrandi en hæst ánægður með hvað þetta tók stuttan tíma fyrir löggæsluvaldið að endurheimta litla strákinn hans.
Vá!!! hvað þetta er frábært með hversu góðan endir þetta hræðilega mál fékk í kvöld ;)
![]() |
Danski drengurinn fundinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2008 | 13:17
Önnur mynd af honum Oliver...
Hérna er önnur mynd af litla stráknum honum Oliver, sem var rændur, og birt er á heimasíðu TV2. En miða við lýsinguna þá ætti þetta einmitt að vera fötin sem hann var í þegar honum var rænt.
Þetta er alveg hræðilegt mál, og ógnvekjandi hvað virðist vera að gera í fjölskyldum tengdum við kínverskuveitingarstaðina hérna. En þetta kom ekki fram í gærkveldi þegar farið var yfir þau mannrán sem hafa átt sér stað hér í DK.
En aðeins fleiri upplýsingar um málið, skrifaði ég í morgun við aðra færslu hjá mér sem heitir ,,Enn ekkert lífsmark..."
Ég vona svo innilega að þessi litli drengur fái að koma heim í faðm fjölskyldu sinnar sem allra fyrst og óhultur. En því miður veit maður aldrei neitt hvernig svona málum getur lyktað....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2008 | 10:22
Tárin farin smá að byrja að sýna sig...
Ég get tekið undir þetta allt saman hérna í þessari grein. Þetta er alls ekkert grín að hafa þennan kvilla og er ég ein af þessum aðilum sem á við þetta vandamál að etja .
Það virðist ekki skipta máli hversu vel ég er undirbúin fyrir prófin, alltaf þarf ég að fá þessi kvíðaköst í upplestri fyrir þau sem og versta er ástandið þegar prófin sjálf eru í gangi. Ringulreið ríkir hjá mér og alltaf fyrsta hálftímann til fyrsta klukkutímann tekur það mig til að ná andardrættinum aftur rétt og ná stjórn á huganum, að þetta sé ekkert mál. Enda engan veginn vaninn hjá mér að hafa frumlesið námsefnið rétt fyrir próf, eins og sumir gera með svokölluðum ,,páfagaukalærdómi" og þar afleiðandi stressast sumir þeirra upp í prófum. Þetta stafar engann veginn útaf því að ég geti ekki svarað efninu, heldur er það pressan um tímamörkin til að átta sig á hvað sé verið að biðja um, sem setur allt í skorður hjá mér. Ég er nefnilega alltaf hrædd um að misskilja fyrirmælin á prófinu. Enda hjálpar það mér engan veginn að vera bæði greind með væga lesblindu og hafa þennan kvilla. En ég fæ aðeins lengri tíma í prófum vegna lesblindunar, sem hjálpar mér ótrúlega mikið. Því annars væri ég ekki að ná þeim árangri sem ég hef verið að ná í skóla. En það sérst líka á einkunnum mínum að þar sem ég hef fengið ágætan tíma til að setjast niður í róg og næði til úrlausnar á verkefnum hafa einkunninar staðfest að hér sé um annað að ræða en hreina ,,heimsku" hjá mér varðandi úrlausnir á prófum.
Hvað varðar svona prófkvíðanámskeið þá hef ég sótt nokkur slík námskeið, en því miður hjálpa þau manni bara upp að vissu marki.
Þetta gerir það að verkum að ég er farin að hafa stórar áhyggjur af prófunum sem ég á að þreyta í háskólanum eftir 3 vikur. En formið sem er á þessari önn hjá mér núna er ekki það form sem ég hef verið vön að hafa s.l. 7 ár í skóla. Þ.e.a.s. nú verða 3 próf á 4 dögum, en fyrir mér er það stór ávísun á bæði andlegan og líkamlegan kvíða og vanlíðan, enda hef ég vanist því formi á s.l. árum að hafa minnsta kosti viku á milli prófa, bara svo að maður nái heilsu á milli átaka. Þess vegna eru tárin farin smá að byrja að sýna sig fyrir törnina sem verður í byrjun maí.
Humm... jæja eins gott að halda áfram að læra enda ekki nema 19 dagar í próftörnina.
![]() |
Þjáð af prófkvíða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.4.2008 | 09:07
Enn ekkert lífsmark...
Já þetta er alveg hræðileg frétt af þessum litla dreng
En samkvæmt fréttum hérna í DK í morgun þá hefur enn ekkert heyrst meira um afdrif þessa litla stráks, þ.e.a.s. að ræningarnir hafa hvorki verið í sambandi við fjölskylduna né lögregluna t.d. um fyrirmæli eða heimtingu á lausnarfé eða slíku. Það sem komið er fram að þetta virðist hafa verið mjög skipulagt rán á þessu litla greyi, honum Oliver. Sem er sonur kínveskrahjóna, með danskt ríkisfang og eru eigendur nokkra veitingarstaða í Kaupmannahöfn. Eru fréttamenn hér eru farnir að velta fyrir sé hvort ,,goðsögnin" af kínveskumafínunni ,,Triaden" sé til og eigi hér í hlut, en þetta er ekkert sem lögreglan hefur viljað taka undir, enda segir lögreglan enn vanta vísbendingar um ástæðu (motiv) hvers vegna barnið var stolið.
Einnig hefur það komið í ljós að númeraplatan sem vitni sáu á bílnum, þ.e.a.s. sáu allt nema bókstafina, er búið að finna í gagnagrunni lögreglunar og um er að ræða stolið númer frá bænum Albertslund. Því er ekki víst að bíllinn sé enn með sömu númer. Fréttamenn hafa líka komið með aðra getgátu að kannski getur barnið verið komið yfir landamærin til Svíþjóðar eða Þýskalands í allt öðrum bíl. Þrátt fyrir mjög hert eftirlit á landamærunum, en vandamálið er að lögreglan er undirmönnuð og hefur því ekki tök á að fá mannskap í vinnu til að stoppa alla bíla sem fara yfir þau .
Þetta er hrikalega sorglegt mál, og eru allir sem hafa tjáð sig um málið alveg hrikalega skellkaðir enda eins og einn viðmælandinn í fréttatíma TV2 News sagði að þetta væri alveg eins og þessi ræningjar hefðu verið að leika í einhverri bíómynd, því þetta er greinilega það vel skipulagt og atburðarrásin fyrir framan leikskólann tók bara nokkur augnablik.
Ég vona svo innilega að þessi litli drengur verði fundinn og hann fái að koma aftur heim í faðm foreldra sinna. En því miður veit maður aldrei fyrirfram hvernig svona hræðilegt mál enda s.b. málið á síðustu dögum um litu stúlkuna, hana Englu, í Svíþjóð
.
![]() |
Ekkert bendir til átaka innan fjölskyldunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)