10.10.2007 | 09:01
Vinnudraumurinn minn með flugkortið í vasanum... vantar þig starfsmann ;)
Já þetta er líka draumurinn hjá mér...
Ég væri sko alveg til í að búa hérna í Áló og taka bara flug til Köben á morgnanna og heim svo aftur á kvöldin, þegar ég verð búin með skólann í sumar. Enda væri það frábærlausn fyrir heimilishaldið hjá mér þar sem hinn helmingurinn af mér líkar svo ljómandi í vinnunni sinni hér í grendinni en ég væri frekar til í að vinna í Köben.
Hvað varðar þetta þá er t.d. SAS með sniðugt kort sem maður getur notað, þ.e.a.s. þetta er svona kort með segulrönd og svo þegar maður tjékkar sig inn þá er bara að renna þessu í gegn, engar bókanir og slíkt þörf og þú getur notað það ótakmarkað í hálft ár (að mig minnir frekar en heilt ár). En það er líka smá verð á slíku korti... samt ekki svo fráleitt hugmynd þar sem allt er að verða vitlaust á atvinnumarkaðinum hjá m.a. viðskiptafræðingum að sum fyrirtæki eru farin að bjóða svokallaða ,,velkomst bonus" í boði fyrir að skrifa undir ráðningasamninga... spurning um að semja við eitthvað af fjárfestingar fyrirtækjunum í Köben sem vantar fólk að ráða mann í vinnu með flugfríðindum í staðinn fyrir velkomst bónusinn;)
Kveðja frá Álaborginni ;)
![]() |
Fleiri Danir fljúga til vinnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2007 | 08:08
Mbl.is ,,fyrstur með fréttirnar" á eftir sjálfum sér...
Var bara að renna yfir Mbl.is og sjá þessa stuttu fyrir sögn ,,Rekinn" og þótt fréttin væri stutt minnti hún mig óneitanlega á aðra, lengri og ýtarlegri frétt, af sama máli sem ég las á mbl.is seinni partinn í gær, þ.e.a.s. Portúgalskur stjórnandi lögreglurannsóknar á hvarfi Madelene rekinn, spurning hvort hér sé bara verið að fylla upp í eyðurnar til að koma með ,,nýjar" fréttir á ákveðnum tímum eða er eitthvað samskiptavandamál starfsmanna hér í gangi?
Alla vegna finnst mér þetta hálf undarleg vinnubrögð...
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.10.2007 | 13:04
Móðurmálslög takk! Svo allir geti keypt í matinn...
Er það þá ekki bara spurning um að reyna að koma því inn í lög?
Og þar með fá verslunareigendur og aðra til að styrkja íslenskukennsluna fyrir útlendinga?
Persónulega finnst mér að það eigi að vera grunn réttindi að þjónusta eigi að vera á móðurmáli þess lands sem þjónustan er veitt í!!!
T.d. þá láta danir ekki útlendingarflæðið aftra sér í því að heimta að fólk tali dönsku í búðunum hér á landi.
Fyrir ykkur sem ekki eruð alveg sammála þessu áliti mínu hér um að skylda eigi þjónustuaðila til að tala móðurmál landsins sem þeir eru að vinna í þá get ég bent á sannasögu úr náfjölskyldunni minni þar sem þetta skapaði mikið óþægindi og jafnvel lækkað sjálfsmat hjá annars mjög sjálfbjarga einstaklingi í einu og öllu, en það er saga af henni ömmu minni þegar hún fór í Bónus.
Til að byrja með þá hefur hún nú aldrei verið sleip í erlendum málum, enda þegar hún hefur farið erlendis þá hefur hún alltaf séð fyrir því að hafa túlk innan handar. En það var fyrir nokkrum mánuðum sem hún fór í eina Bónusverslunina á höfuðborgarsvæðinu til að versla inn. Þegar amma ætlaði að fara að gera sig tilbúna til að greiða fyrir varninginn sagði stúlkan á kassanum eitthvað við hana sem hún skyldi engan veginn. Svo amma prófaði að spyrja hana hvað hún væri að meina á því tungumáli sem hún hefur nú alltaf getað bjargað sér á í heimalandi sínu. En afgreiðslustúlkan skyldi auðvita ekki þessa blessuðu gömlu konu... og svo talaði stelpan eitthvað miklu meira við hana en það skipti engum toga, amma greyið skyldi hana bara engan veginn... enginn í búðinni virtist til í að koma og þeim til aðstoðar, svo það endaði með því eftir nokkra stund að amma gamla, sem er rétt að skríða 85 ára aldursárið fór út úr búðinni án þess að hafa verslað neitt, sorgmædd á því að hafa ekki getað verslað sér björg í búið.
Þessi saga bendir á hina hliðina á tungumálavandanum. Ekki ætlast fólk, verslunareigendur og aðrir, virkilega til að gamla fólkið og aðrir sem ekki skilja erlenda tungu nógu vel fari að redda sér túlkum til þess að uppfylla grunnþarfir sínar eins og versla í matinn?
Upp með íslenskuna takk ;)
![]() |
Neytendur eiga ekki lögvarinn rétt á að versla á íslensku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)