Nú, bara ársgamalt... það er nú bara nokkuð gott

Já ef kjötið er aðeins ársgamalt þá er það nú bara mjög nýlegt miða við þær kjötbirgðir sem danska kjötlöggan (kød rejseholdet) hefur verið að finna. En þetta byrjaði að mig minnir fyrir tæpum 2 árum síðan að byrjað var að fara meira í eftirlit, eftir að veitingarmaður nokkur gerði viðvart í fjölmiðlum, eftir að vera orðinn lang þreyttur á öllum gömlu matvælnum sem stöðugt var verið að selja honum. Endaði þetta með að yfirvöld fór í það að setja saman eftirlitshóp, sem er vart frásögufærandi, en þessi hópur er búinn að vera í mun færri og stærri málum en búist var við. En tilgátan í upphafi var að um væri að ræða nokkuð smærri mál en raun hefur borið á. Minnir mig að í sumar hafi verið talað um að þessi starfshópur hafi þá búinn að vinna í 8 málum með 148 tonn af gömlu kjöti. Það eru nefnilega til frystilagerar hingað og þangað í landinu sem m.a. hefur fundist heillu tonnin af 10 ára gömlum kjúlklingum ofl. Svo... ársgamalt... það er bara svo til ,,ný" slátrað ;)

Eitt hérna að lokum...  svo er fólk að velta sér upp úr því hvers vegna kjöt er ódýrar í DK en á Íslandi...


mbl.is Ársgamlar endur í jólamatinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukurinn

Iss gamalt kjöt er gulli betra.

Verður bara meyrara með aldrinum...auðveldara að tyggja...

Haukurinn, 19.12.2007 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband